Quantcast
Channel: Efling stéttarfélag
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269

Nýr samningafundur í dag – Kjarasamningar runnir út

$
0
0

Nýr samningafundur Breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara hefst klukkan níu í dag. Samninganefndir beggja aðila sátu á samningafundi allan gærdaginn. Ekki er hægt að segja neitt um stöðu deilunnar að svo komnu máli. Kjarasamningar losnuðu um liðin mánaðamót. 

Ríkissáttasemjari setti í gær á fjölmiðlabann sem nær til samninganefndanna beggja. Af þeim sökum er ekki hægt að upplýsa um hvað fór fram á fundinum né hvort að sjáist til lands í deilunni. 

Stjórn Eflingar fundar í dag til að ræða saman og fara yfir stöðuna í viðræðunum. Samninganefnd félagsins hefur verið boðuð til fundar á mánudaginn til að gera slíkt hið sama. Efling mun eftir sem áður leitast við að halda félagsfólki sínu upplýsti eftir fremsta megni um gagn viðræðnanna. 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269