Landnemaskólinn er sérstaklega sniðinn að þörfum innflytjenda á Íslandi sem langar að styrkja stöðu sína í íslensku samfélagi. Námið er 120 kennslustundir.
Skólinn er ætlaður fólki sem hefur lokið að minnsta kosti 180 stundum í íslensku eða hefur sambærilega kunnáttu.
Landnemaskólinn byrjar 14. september og lýkur 23. október 2015. Kennt er alla virka daga frá kl. 9:10 – 12:10.
Kennsla fer fram hjá Mími að Höfðabakka 9.
Skráning er á http://www.mimir.is/ eða í síma 580 1808.
Hægt er að sækja um styrk hjá Eflingu fyrir skólagjöldum.