Quantcast
Channel: Efling stéttarfélag
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269

Fólkið í Eflingu opnar fundaröð Eflingar í Gerðubergi

$
0
0

Eflingu – stéttarfélagi er mikil ánægja að bjóða félagsmönnum og öllum áhugasömum á fyrsta fund haustsins í Gerðubergi næstkomandi laugardag kl. 14:30. Fundurinn hefst með kynningu á verkefninu Fólkið í Eflingu. Í verkefninu varpar Alda Lóa Leifsdóttir, blaðakona og ljósmyndari, ljósi á félaga í Eflingu í máli og myndum og leitast við að upphefja mikilvægi fólksins sem stendur við vélarnar, þjónar, skúrar og bónar og annast börnin, sjúka og aldraða.

Að kynningu lokinni býður Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, til umræðu um stöðu og markmið félagsins sem og hugmyndir félagsmanna um kjarabaráttu vetrarins.

Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en Fólkið í Eflingu er sérstaklega boðið velkomið sem heiðursgestir.

Ýmissa grasa kennir á dagskrá fundanna sem haldnir verða í Gerðubergi á hverjum laugardegi kl. 14:30 fram í desember. Þar verður fjallað um hagsmunamál sem brenna á félagsmönnum og sumir fundanna verða miðaðir að tilteknum hópum félagsmanna, til dæmis starfsgreinum eða þeim sem tala ákveðin tungumál.

Boðið verður upp á kaffiveitingar að formlegri dagskrá lokinni en ætlast til að gestir hafi yfirgefið húsið áður en Gerðuberg lokar kl. 16:00.

Streymt verður af fundinum og hann tekinn upp, til að gera þeim kleift að fylgjast með sem ekki eiga heimangengt. Enskri þýðingu á efni fundarins verður varpað skjá jafnóðum.

Hægt er að skrá börn í barnagæslu á bókasafninu í Gerðubergi hér fyrir neðan.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir en fólk er hvatt til að skrá sig á fundinn hér að neðan.

Fundur í Gerðubergi 1. september 2018 - skráning
Endilega láttu okkur vita fyrirfram ef þú vilt spyrja spurningar á fundinum. Þannig getum við leyft sem flestum að komast að.
Pössun með starfsmanni í boði fyrir börn á aldrinum 4 - 9 ára m.v. fæðingarár. Foreldri eða ábyrgðarmaður þarf að vera í húsi. Börnin verða í bókasafninu í Gerðubergi.

Börn


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269