Quantcast
Channel: Efling stéttarfélag
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269

Ráðstefna ASÍ um jafnréttismál 12. nóvember

$
0
0

Vinnumarkaðurinn og jafnréttisbaráttan - eru verðmætin í jafnréttinu falin?

Jafnréttisnefnd ASÍ býður til ráðstefnu 12. nóvember 2015 kl. 10:00 – 16:00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura

Í ár eru 40 ár frá því að íslenskar konur lögðu niður störf þann 24. október til að sýna fram á mikilvægi   vinnuframlags þeirra og krefjast bættra kjara. 60 ár eru frá því að fyrsta jafnlaunaráðstefna ASÍ var haldin, þar sem fjallað var um kjör kvenna. Í ár fagna íslenskar konur 100 ára afmæli kosningaréttar og á næsta ári fagnar Alþýðusamband Íslands 100 ára afmæli sínu.

Skráning fer fram á heimasíðu ASÍ fyrir 9. nóvember, sjá hér.

 

DAGSKRÁ

10:00     Setning Signý Jóhannesdóttir, formaður jafnréttisnefndar ASÍ

Ávarp Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ

Fæðingarorlof – árangur í glatkistuna? Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsfræði við HÍ

Árekstrar vinnu og heimilis í hruni og endurreisn Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi við HÍ

Rödd úr raunveruleikanum Valgeir Sveinn Eyþórsson, Afl Starfsgreinafélag

Kynbundið náms- og starfsval Sif Einarsdóttir, prófessor við HÍ

12:00     Hádegisverður

12:45     Sjálfmynd stelpna Kristín Tómasdóttir, rithöfundur

Launajafnrétti og jafnlaunastaðall Maríanna Traustadóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ

Er jafnrétti í augsýn? Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR

Staða kynjanna í Fjallabyggð fyrir og eftir Héðinsfjarðargöng Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, félagsfræðingur við HA

14:30     Kaffihlé

14:45     Er verkalýðshreyfingin í raun fyrir ungt fólk á vinnumarkaði? Hrönn Jónsdóttir, Grafía, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum

Á fólk að segja sig til sveitar? Erna Indriðadóttir, ritstjóri Lifðu núna

Snjókorn Valgerður Bjarnadóttir, hugsjónakona

Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269