Vel var mætt á kynningarfund um réttindi og skyldur á vinnumarkaði sem haldinn var á pólsku í gær hjá Eflingu.
Wieslawa Vera Lupinska, kjaramálafulltrúi Eflingar fór yfir helstu atriði kjarasamningsins, veikindarétt, uppsagnarfrest og fleira ásamt því að fara yfir það hvaða réttindi félagsmenn eiga í sjóðum félagsins.
Fundurinn er liður í því að veita erlendum félagsmönnum upplýsingar um réttindi þess á vinnumarkaði og hjá stéttarfélaginu. Af góðri aðsókn að dæma er ljóst að mikil þörf er á slíkum fundum og mun félagið standa fyrir fleiri slíkum í framtíðinni. Í næstu viku verður samskonar fundur haldinn á ensku fyrir félagsmenn, nánari upplýsingar um þann fund má finna hér.