Quantcast
Channel: Efling stéttarfélag
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269

Opið lengur á miðvikudögum hjá Eflingu

$
0
0

Lengri afgreiðslutími skrifstofu á miðvikudögum

Skrifstofa Eflingar í Guðrúnartúni 1 verður til reynslu opin til kl. 18 á miðvikudögum í desember og janúar. Lengdur afgreiðslutími er hugsaður fyrir félagsmenn sem eiga óhægt, vegna vinnu sinnar, með að koma á skrifstofuna á hinum venjubundna afgreiðslutíma skrifstofunnar sem er 8:15-16:00 á virkum dögum.

Lengdur afgreiðslutími verður frá 16:00 til 18:00 á miðvikudögum. Um verður að ræða þrjá miðvikudaga í desember og fjóra í janúar:

4. desember 2019
11. desember 2019
18. desember 2019
8. janúar 2020
15. janúar 2020
22. janúar 2020
29. janúar 2020

Ekki verður boðin full þjónusta heldur verður sett í forgang að þjónusta félagsmenn sem óska eftir viðtölum við kjaramálafulltrúa. Hægt verður að skila inn umsóknum í fræðslu- og sjúkrasjóð en þó ekki vegna sjúkradagpeninga. Svarað verður í síma og öllum erindum sinnt eftir bestu getu.

Árangurinn af verkefninu verður metinn í lok janúar með það í huga að halda því áfram, með nauðsynlegum breytingum eftir því sem við á.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269