Quantcast
Channel: Efling stéttarfélag
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269

Rífandi stemning á baráttufundi í Iðnó

$
0
0

Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg fjölmenntu í Iðnó í dag á baráttu- og samstöðufund.

Verkfall hófst hjá þessum hópi kl. 12.30 og stendur til 23.59.

Húsfyllir var í Iðnó þegar dagskrá hófst þar sem Sólveig Anna ávarpaði samkomuna, Bubbi Morthens tók lagið og félagsmenn úr röðum Eflingar lýstu kjörum sínum og hverju þau vilja ná fram í samningum. Þá var þeim sem fram komu í myndböndum Eflingar, Jólasögur úr borginni, þakkað fyrir hugrekki sitt og framlag í þágu baráttunnar.

Að lokinni dagskrá gekk Eflingarfólk yfir í ráðhús Reykjavíkur með Sólveigu Önnu í fararbroddi. Baráttuandi sveif yfir vötnum og ljóst að samstaða ríkir um að ná fram bættum kjörum fyrir láglaunafólkið í borginni.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269