Quantcast
Channel: Efling stéttarfélag
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269

Hvetjum til rafrænna samskipta

$
0
0

Í ljósi þeirra ráðlegginga sem sóttvarnarlæknir hefur gefið frá sér vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar, viljum við hvetja félagsmenn Eflingar til að nýta sér síma (5107500), tölvupóst og vefsíðu félagsins fremur en að mæta á skrifstofu Eflingar.

Hægt er að sækja nánast alla þjónustu skrifstofu Eflingar í gegnum síma og tölvupóst.

Hér eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig hægt er að sækja sér þjónustu og er starfsfólk reiðubúið að svara fyrirspurnum í síma og aðstoða félagsmenn eftir því sem þarf.

SJÚKRASJÓÐUR

Umsóknir um greiðslur úr sjúkrasjóði má senda rafrænt á sjukrasjodur@efling.is

Til að sækja um styrk þarf að senda:

  • Útfyllt umsóknareyðublað, sjá hér
  • Skannað afrit eða ljósmynd af greiðslukvittun þar sem fram kemur nafn og kennitala kaupanda og seljanda og hvað verið er að greiða fyrir.
  • Í einstaka tilfellum þarf að skila inn launaseðlum eða öðrum gögnum og munu starfsmenn sjúkrasjóðs þá láta vita.

Til að sækja um sjúkradagpeninga þarf að senda:

  • Útfyllt umsóknareyðublað, sjá hér
  • Sjúkradagpeningavottorð – hægt er að biðja heilsugæslu/lækni að senda það beint til Eflingar í bréfpósti. ATH, ekki er æskilegt að senda sjúkradagpeningavottorð í tölvupósti.
  • Starfsvottorð frá atvinnurekanda, sjá hér
  • Síðasta launaseðil

Til að sækja um dánarbætur þarf að senda:

  • Útfyllt umsóknareyðublað, sjá hér
  • Yfirlit um framvindu skipta frá sýslumanni
  • Umboð frá öðrum erfingjum, ef leggja á styrkinn inn á reikning erfingja, sjá hér

 

FRÆÐSLUSJÓÐUR

Umsóknir um greiðslur úr fræðslusjóði má senda rafrænt á fraedslusjodur@efling.is

Til að sækja um einstaklingsstyrk þarf að senda:

  • Útfyllt umsóknareyðublað, sjá hér
  • Skannað afrit eða ljósmynd af frumriti reiknings sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing og nafn og  kennitala fræðsluaðila. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi skóla/fyrirtæki.

Félagsmenn sem eru á skrá hjá Vinnumálastofnun þurfa einnig að skila inn staðfestingu um styrkupphæð frá stofnuninni með umsókn.

Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið sem tekið er erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku og eins þarf að vera sundurliðuð kostnaðarskipting.

Til að sækja um stofnanastyrk er hægt að sækja um rafrænt með því að velja réttan sjóð á heimasíðu Eflingar; sjá hér.

 

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269