Quantcast
Channel: Efling stéttarfélag
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269

Dagsferðir Eflingar í Borgarfjörð 29. ágúst og 5. september 2020

$
0
0

Erum byrjuð að bóka í dagsferðir. Félagsmenn geta bókað einn gest með sér.

Hin árlega dagsferð Eflingar verður í lok sumars og að þessu sinni farið í Borgarfjörð. Hægt er að velja um tvær ferðadagsetningar, laugardaginn 29. ágúst eða laugardaginn 5. september. Verð er 6.000 kr. á mann. Frítt er fyrir börn undir 14 ára aldri.

Lagt verður af stað stundvíslega kl. 8:15 frá húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni 1. Mæting kl. 8:00.

  • Ekið sem leið liggur að Þingvöllum og þaðan inn á veginn yfir Uxarhryggi sem er fáfarinn en falleg leið í Borgarfjörð. Meðal viðkomustaða í ferðinni verða Reykholt, Hraunfossar, Húsafell þar sem snætt verður nesti, geitabúið á Háafelli, Deildartunguhver og Hvanneyri. Ferðinni lýkur svo á Landnámssetrinu í Borgarnesi þar sem boðið verður upp á léttan kvöldverð og gestum gefst einnig kostur á að skoða Egilssögu- eða Landnámssýningu.
  • Þetta er einstakt tækifæri til að fara í skemmtilegt dagsferðalag, njóta útsýnis og fallegrar náttúru á sögufrægum slóðum með leiðsögn.
  • Áætluð heimkoma er undir kvöld. Hafa þarf í huga ef börn eru með að ferðin tekur u.þ.b. 12

Ferðalangar þurfa að hafa með sér nesti til dagsins, skjólgóðan fatnað og góða skó.

Skráning í ferðina er í síma 510-7500 eða með tölvupósti – orlof@efling.is, senda þarf upplýsingar um nafn og kennitölu. Athugið að skráning mun standa yfir eins lengi og sætaframboð leyfir og gesti þarf einnig að skrá sérstaklega.

Sjá nánari upplýsingar hér.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269