Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu undirrituðu 18. júní kjarasamning með fyrirvara um samþykki félagsmanna.
Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 29. júní og lýkur kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 2. júlí.
Atkvæðisrétt eiga þeir félagsmenn Eflingar sem starfa á hjúkrunarheimilum sem veitt hafa Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu samningsumboð.
Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki aðgang að atkvæðagreiðslunni, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu Eflingar, í gegnum netfangið kjorskra@efling.is eða síma 510 7532, fram til loka kjörfundar og fengið sig færðan á kjörskrá enda leggi viðkomandi fram nauðsynleg gögn (ráðningarsamning og/eða launaseðil frá launagreiðanda).
Félagsmenn eru eindregið hvattir til að nýta réttindi sín og greiða atkvæði.