Kjarasamningur Eflingar við Sorpu var samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Rafrænni atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í gær. Af 79 félagsmönnum sem voru á kjörskrá greiddu 56 atkvæði, eða 70,89%.
Já sögðu 53 eða 94,64%
Nei sögðu 3 eða 5,36%
Enginn tók ekki afstöðu, eða 0,00%
Samningurinn var kynntur á heimasíðu Eflingar, en hann er áþekkur þeim samningi sem undirritaður var við Reykjavíkurborg 10. mars síðastliðinn.