Quantcast
Channel: Efling stéttarfélag
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269

Samningur um sex hæfnigreiningar starfa

$
0
0

Nú í apríl undirrituðu Efling stéttarfélag og Starfsafl samning við Mími um hæfnigreiningu sex starfa.

Við hæfnigreiningarnar er notuð aðferð samkvæmt viðurkenndri aðferðafræði frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem byggir á efni frá kanadíska ráðgjafafyrirtækinu Human Resource System Group. Greiningaraðferðin byggir á þrepaskiptum hæfniþáttum þar sem búið er að skilgreina á hlutlægan hátt þá persónulegu og faglegu hæfni sem skiptir megin máli á vinnumarkaði.

Niðurstöður hæfnigreininga eru starfaprófílar en þeir innihalda skilgreiningu starfsins og hæfnikröfur sem  nýtast bæði sem viðmið í námskrám og í raunfærnimati.

Þess utan geta hæfnigreiningar starfa nýst á margvíslegan máta svo sem við skipulag þjálfunar og gerð fræðsluáætlana, gerð starfsþróunarstefnu og starfsþróunaráætlana og fleira.

Þau störf sem verða hæfnigreind á árinu eru eftirfarandi:

  1. Almenn störf og vaktstjórn á skyndibitastöðum (2 störf)
  2. Hópferðabílstjórar sem fara með vaktstjórn
  3. Öryggis- og dyraverðir (2 störf)
  4. Smur- og dekkjaþjónusta
Starfaprófíll - Störf við almenna umönnun á hjúkrunarheimilum

Kjarni starfs

Starfsmaður við almenna umönnun á hjúkrunarheimilum aðstoðar íbúa í þeim tilgangi að hámarka lífsgæði og viðhalda sjálfstæði og vellíðan þeirra. Starfsmaður vinnur undir leiðsögn og í samræmi við verklagsreglur. Næsti yfirmaður er deildarstjóri/hjúkrunarfræðingur. Starfsmaður aðstoðar íbúa við athafnir daglegs lífs (félagslegar, líkamlegar og andlegar) í samræmi við verklagsreglur en á sama tíma þarf hann að hafa frumkvæði að því að laga sig að breytilegum þörfum íbúa. Hann ber ábyrgð á að skipuleggja og sinna þeim viðfangsefnum sem honum eru falin og tekur þátt í aðlögun nýrra starfsmanna þegar það á við. Starfinu fylgja mikil samskipti við íbúa, aðstandendur þeirra og samstarfsfólk. Umhyggja og virðing á að endurspeglast í öllum þáttum starfsins. Á hjúkrunarheimilum er unnin vaktavinna, morgun-, kvöld- og næturvaktir. Starfsmaður þarf að gæta trúnaðar og fylgja öllum öryggisreglum. Hann þarf jafnframt stöðugt að sýna aðgæslu og athygli í starfi sínu.

Viðfangsefni starfsins: Niðurstaða

  • Aðhlynning
    • Aðstoðar íbúa við athafnir daglegs lífs (ADL) samkvæmt verklýsingu
    • Sinnir reglubundnu eftirliti og svarar bjöllum
    • Fylgist með andlegum og líkamlegum þörfum íbúa og bregst við í samræmi við verklýsingu
    • Gefur lyf (sem búið er að hafa til og skammta)
    • Fylgjast með og aðstoðar við næringu og vökvainntekt
    • Skráir í skema eins og við á (t.d. snúningsskema og vökvaskema)
    • Hvetur og tekur þátt í daglegu lífi íbúa af nærgætni og umhyggju
    • Fylgir íbúum í tómstundir og þjálfun
  • Heimilisstörf
    • Sinnir almennum heimilisstörfum
    • Sér um að ganga frá og halda umhverfinu snyrtilegu
    • Þvo og ganga frá þvotti
    • Skipta um, þrífa og búa um rúm
    • Frágangur og áfylling á skoli og líni
    • Þrif á hjálpartækjum
  • Samskipti
    • Dagleg samskipti við íbúa í samræmi við þarfir þeirra og athafnir hverju sinni
    • Dagleg samskipti við samstarfsfólk, upplýsingagjöf á vakt og á vaktaskiptum (rapport)
    • Samskipti við aðstandendur íbúa, upplýsingagjöf o.fl.

Önnur lykilatriði:

Starfsmaður á hjúkrunarheimili þarf að gæta trúnaðar og skrifar undir ákvæði um þagnarskyldu þegar hann hefur störf.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269