Quantcast
Channel: Efling stéttarfélag
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269

Áherslur ungs fólks í komandi kjarasamningum – ASÍ-UNG ályktar

$
0
0
Á fimmta þingi ASÍ-UNG komu ungliðar saman úr verkalýðshreyfingunni um allt land og ræddu sín á milli hvað bera eigi að leggja áherslu á í komandi kjarsamningum. Á þinginu var farið yfir hlutverk stéttarfélaga og þær áherslur sem ungt fólk vill sjá í komandi samningum. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fluttu erindi og tóku svo þátt í pallborðsumræðum ásamt tveimur stjórnarmönnum ASÍ-UNG, Eiríki Þór Theódórssyni og Hafdísi Ernu Ásbjarnardóttur. Miklar umræður sköpuðust varðandi stöðu ungs fólks á vinnumarkaði og er ljóst að fulltrúum finnst að víða megi gera betur til að styrkja stöðu þessa hóps.

Þing ASÍ-UNG var haldið föstudaginn 14. september. ASÍ-UNG eru samtök ungs fólks á aldrinum 16-35 ára, innan verkalýðshreyfingarinnar sem sér til þess að hagsmunamál ungs fólks á vinnumarkaði séu ávallt á dagskrá Alþýðusambandsins.

Meðfylgjandi ályktun var samþykkt í lok þingsins:

  • Þing ASÍ-UNG ályktar um nauðsyn þess marka skýra stefnu í húsnæðismálum til þess að tryggja ungu fólki húsnæði við hæfi. ASÍ-UNG telur það vera grundvallaratriði að allir hafi möguleika á öruggu búsetuformi sem hentar á viðráðanlegum kjörum.
  • ASÍ-UNG krefst þess að persónuafsláttur verði hækkaður þannig að lágmarkslaun verði skattlaus.

  • ASÍ-UNG krefst þess einnig að aldurstengd launamismunun verði afnumin með öllu enda er hún klárt brot á mannréttindum. Jafnframt gerir ASÍ-UNG kröfu um að ungt fólk eigi sæti við samningaborðið til þess að tryggja hagsmuni þess.

  • ASÍ-UNG leggur ríka áherslu á að vinnueftirlit verði aukið og viðurlög vegna brota á vinnustað verði hert.

  • Þing ASÍ-UNG leggur áherslu á jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Brúa þarf bil milli fæðingarorlofs og leikskóla og auka orlofsrétt vegna vetrarfría í skólum.

Ný stjórn ASÍ-UNG var kosin á þinginu og hana skipa:

Aðalstjórn:
Alma Pálmadóttir- Efling, Gundega Jaunlina- Hlíf, Karen Birna Ómarsdóttir – Aldan, Margret Júlía Óladóttir- FVSA, Eiríkur Þór Theodórsson- Stétt Vest , Sindri Már Smárason- Afl, Ástþór Jón Tryggvason- VLFS, Aðalbjörn Jóhannsson- Framsýn og Margrét Arnarsdóttir- FÍR.

Varastjórn:
Kristinn Örn Arnarson- Efling, Ólafur Ólafsson- Eining Iðja, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir- Einingu Iðja, Birkir Snær Guðjónsson- Afl og
Elín Ósk Sigurðardóttir- Stétt Vest.

Fulltrúar Eflingar á ASÍ UNG þinginu. Fv. Kristinn Örn Arnarson, Ingólfur Björgvin Jónsson, Þorsteinn Gunnlaugsson, Jamie Mcquilkin, Oddný Ófeigsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sem var með erindi á þinginu.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 1269