Með veiðikortið í vasanum !
Efling er nú þegar með hið margrómaða Veiðikort til sölu til félagsmanna. Kortið hefur verið á sama verði og sl. ár, eða aðeins kr. 3.500,- en fullt verð er kr. 6.900,-.
Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 35 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Börn yngri en 14 ára veiða frítt með korthafa.
Nú gefst fólki loksins kostur á að tjalda við falleg vötn, í skemmri eða lengri tíma, án þess að þurfa að eyða miklum tíma í að finna út hvert á að fara til að kaupa veiðileyfi, eða hvort það sé fiskur í vatninu og þar fram eftir götum.
5 punktar fara af punktainneign félagsmanns við kaup á Veiðikortinu.
Með kortinu fylgir veglegur bæklingur og í honum eru lýsingar á veiðisvæðunum, reglur, kort og myndir.
Einnig eru upplýsingar á ensku í bæklingnum, sjá www.veidikortid.is