Golfkortið veitir sérkjör til handhafa þess á um 35 golfvöllum í formi 2 fyrir 1, þ.e. annar aðilinn spilar frítt. Kortið fyrir 2016 kemur út í apríl/maí og kostar 3.000 kr. fyrir félagsmenn Eflingar í stað 5.900 kr. í almennri sölu.
Með Golfkortinu geta golfunnendur og fjölskyldur spilað golf á ódýran og auðveldan hátt í fríinu, á ferð sinni um landið eða einfaldlega til að prófa nýja velli, ásamt annarri afrþeyingu sem í boði er á hverjum stað.
Um 35 golfvellir eru í boði til spilunar á árinu 2016.
Handbók fylgir með Golfkortinu þar sem fina má upplýsingar um alla velli, leiðbeiningar og reglur. Golfkortshafar geta líka skráð sig á póstlista Golfkortsins og fengið góð tilboð á golfvörum.
5 punktar fara af punktainneign félagsmanns við kaup á Golfkortinu.
Nánari upplýsingar er að finna á www.golfkortið.is