Í tilefni af bleika deginum mættu starfsmenn Eflingar vel bleikir og hressir í vinnuna enda alltaf gaman þegar hægt er að vekja athygli á verðugu málefni á svo skemmtilegan hátt. Á þessum degi hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn til að sýna samstöðu með þeim konum sem greinst hafa með krabbamein. Efling- stéttarfélag hefur síðast liðin ár lagt sitt af mörkum og styrkt Krabbameinsfélagið með kaupum á Bleiku slaufunni. Félagsmönnum Eflingar stendur einnig til boða styrkur vegna grunnskoðunar hjá Krabbameinsfélaginu og hvetur félagið alla til að nýta sér það.
↧