Sjötta þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk á hádegi 12. október. Á þinginu voru samþykktar nokkrar ályktanir en 135 fulltrúar þeirra 19 aðildarfélaga sem skipa SGS sátu fundinn en unnið var í nokkrum nefndum inni á þinginu. Samþykkt var fjárhagsáætlun fyrir næstu tvö árin og sömuleiðis starfsáætlun en í ljósi góðrar stöðu sambandsins var skatthlutfall aðildarfélaganna lækkað. Þá var sérstaklega fjallað um reglur varðandi félagsaðild og hugsanlega samræmingu reglna á milli sjúkrasjóða.
Ályktanirnar má sjá hér.
Ályktun um húsnæðis- og velferðarmál
Ályktun um fjölskylduvænna samfélag
Ályktun um kjara- og atvinnumál
Forysta SGS kjörin á þingi sambandsins
Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (AFL) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður.
Ragnar Ólason, þjónustufulltrúi hjá Eflingu-stéttarfélagi var endurkjörinn í Framkvæmdastjórn sambandsins ásamt þeim Aðalsteini Á. Baldurssyni (Framsýn stéttarfélag), Halldóru Sveinsdóttur (Báran stéttarfélag) og Kolbeini Gunnarssyni (Vlf. Hlíf) og ný inn er Guðrún Elín Pálsdóttir (Vlf. Suðurlands).
Efling-stéttarfélag á aðild að Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) sem er landssamband almenns og sérhæfðs verkafólks. SGS er stærsta landssamband innan ASÍ, en 19 verkalýðsfélög þar með talið Efling-stéttarfélag eiga aðild að sambandinu.